Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/30

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

þeir höfðu haldið áfram nokkra daga enn, sagði fylgdarsveinninn: „Nú komum við að höllinni, þar sem kóngsdóttirin er, sem þig hefir verið að dreyma um, og sem þú ert að leita að. Og þegar við komum þangað, skalt þú fara inn og segja kónginum, alt sem þig hefir dreymt og hversvegna þú ert á ferðinni“.

Þær þutu út í vatnið.

Þegar þeir komu til hallarinnar, gerði piltur eins og honum var sagt, og var tekið vel á móti honum, hann fjekk herbergi fyrir sig, og annað handa sveini sínum, og þegar leið að því, að matmálstími kæmi, var honum boðið að borða með konunginum. Þegar hann fjekk að sjá kóngsdótturina, þekti hann hana undir eins og sá að það var hún, sem hann hafði dreymt um að hann ætti að fá fyrir konu. Hann sagði henni erindi sitt, og hún svaraði, að henni geðjaðist vel að honum, en fyrst yrði hann að leysa þrjár þreknaunir af hendi. Þegar búið var að borða, fjekk hún honum gullskæri og sagði: „Fyrsta þrautin er að geyma þessi skæri og fá mjer þau aftur á sama tíma á morgun, það er ekki erfitt, býst jeg

24