Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/32

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

26

lengi á leiðinni. Alt í einu komu þau að standbergi, þar barði kóngsdóttirin að dyrum og svo fóru þau inn í bergið til tröllsins, sem var kærastinn hennar. „Nú er kominn nýr biðill, sem vill fá mig, góði minn“, sagði kóngsdóttir, „hann er ungur og fríður, en jeg vil ekki neinn annan en þig“, sagði hún og brosti framan í bergþursann. „Svo lagði jeg fyrir hann þraut, og hjer eru nú skærin, sem hann átti að geyma og gæta að, geymd þú þau nú“, sagði hún. — Svo skellihlógu þau bæði tvö eins