Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/34

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

28

Þegar hann kom upp í herbergið og sagði hvað þau höfðu sagt og gert, spurði fylgdarsveirininn:

„Þú hefir gullnistið líklega enn?“

„Já, það hefi jeg“, sagði piltur og fór í vasa sinn, þar sem hann hafði sett það. En nei, hann hafði ekkert gullnisti, og nú varð hann alveg ráðalaus aftur, og vissi ekki hvað hann átti við sig að gera.

„Nú, nú, vertu rólegur“, sagði fylgdarsveinninn. „Jeg verð að reyna að ná í það“, sagði hann, tók sverðið og hattinn og fór til járnsmiðs nokkurs og fjekk hann til þess að þyngja sverðið. Svo fór hann út í hesthúsið, og sló hafurinn svo mikið högg milli hornanna, að hann steyptist á höfuðið og svo spurði hann: „Hvenær ríður kóngsdóttir til kærastans í nótt?“

„Klukkan tólf“, kumraði hafurinn.

Fylgdarsveinninn setti aftur á sig Þrísystrahattinn og beið, þangað til kónsdóttir kom þjótandi með hornið og fór að smyrja hafurinn. Svo sagði hún eins og í fyrra skiftið: „Fljúgðu upp, fljúgðu upp, yfir fjöll yfir dal, yfir vatn, yfir sal, til kærastans sem bíður mín í berginu í nótt!“ Um leið og hún fór af stað, stökk fylgdarsveinninn á bak hafrinum fyrir aftan hana, og svo þutu þau eins og vindur gegnum loftið. — Ekki leið á löngu þangað til þau komu að berginu, og eftir að hafa barið þrjú högg, komu þau inn til risans, sem var kærastinn hennar.

„Hvernig geymdurðu gullskærin, sem jeg fjekk þjer í gær, vinur minn“, sagði kóngsdóttir „Biðillinn var með þau og fjekk mjer þau aftur“.

„Það er ómögulegt“, sagði þursinn, því hann hafði læst þau niður í skrín með þrem lásum fyrir og geymt lykilinn í hola jaxlinum sínum, en svo opnaði hann skrínið og gáði að, og þá voru engin skæri í skríninu. — Þá sagði kóngsdóttir honum, að hún hefði fengið biðlinum gullnistið sitt.