Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/39

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

33

að þeir gátu ekki flogið með það, heldur urðu að ganga eins og hverjar aðrar skepnur, en það sem þeir ekki gátu borið, var skilið eftir í kóngsgarði. Svo ferðuðust þau langar leiðir, en að lokum urðu hafrarnir svo þreyttir og uppgefnir, að þeir gátu ekki gengið lengur. Pilturinn og prinsessan hans vissu nú ekkert hvað til bragðs skyldi taka, en þegar fylgdarsveinninn sá, að þau komust ekki lengra, tók hann allan heimanmundinn á bakið, setti hafrana þar ofan á og bar þetta alt svo langt, að ekki var nema spölur heim til piltsins. Þá sagði fylgdarsveinninn, „Nú verð jeg að skilja við þig, jeg get ekki verið lengur með þjer“. En pilturinn vildi ómögulega missa hann, svo hann fylgdi þeim síðasta spottann heim, en þangað vildi hann ekki fara, hve mikið, sem piltur bað hann, ekki einu sinni fá sjer svaladrykk hjá föður piltsins. Svo spurði piltur, hvað hann vildi fá fyrir alla hjálpina. „Ef það á nokkuð að vera“, sagði fylgdarsveinninn, „þá skulum við segja helminginn af öllu sem þú eignast á næstu 5 árum“. Já, pilti fanst það ekki nema sjálfsagt.

Þegar fylgdarsveinninn var farinn, fór piltur með konu sína heim, en skildi eftir öll auðæfin. Svo var slegið upp veislu svo mikilli að kátínan heyrðist um 7 konungsríki, og þegar henni var lokið, var kominn vetur, og piltur og faðir hans tóku hafrana sex og tólf hesta, sem faðirinn átti og óku öllum auðæfunum heim.

Eftir fimm ár kom fylgdarsveinninn aftur og átti að fá sitt, og pilturinn var þegar búinn að skifta öllu í tvo jafna hluta.

„En það er eitt, sem þú ekki hefir skift“, sagði fylgdarsveinninn.

„Hvað er það?" sagði hinn. „Jeg hjelt jeg hefði skift öllu“.

„Þú hefir eignast barn“, sagði fylgdarsveinninn. „Því verðurðu að skifta í tvo hluta“.

Jú, það var það. Piltur greip sverðið en um leið og