Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/48

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

42

og ná sverðinu af honum. En þessi risi átti heima í höll einni niður við sjó, og þorði einginn að heimsækja hann.

Umli fjekk nú aftur fullan stóra malinn sinn af mat í nestið og lagði svo af stað aftur. Hann fór langar leiðir yfir fjöll og drungalegar heiðar, þangað til að hann kom að björgum nokkrum, og þar átti nú þursi sá að vera, sem tekið hafði sverðið kóngsins, sem afi hans hafði átt.

En tröllið var ekki úti við, og bergið var lokað, svo Umli gat ekki komist inn.

Svo slóst hann í för með nokkrum mönnum sem hjeldu sig á bæ nærri björgunum og unnu að því að höggva grjót. Þeir höfðu aldrei þekkt annan eins vinnugarp eins og Umla, því hann sló bara á bjargið með kylfunni sinni, og þá rigndi grjótinu niður, og sumir steinarnir voru eins stórir og hús, en þegar hann ætlaði að hvíla sig um miðdegið, og fá sjer bita, þá var búið að jeta helminginn úr stóra malnum hans.

„Jeg hefi nú venjulega sæmilega matarlyst sjálfur,“ sagði Umli, „en sá sem hjer hefir verið að verki hefir verið enn gráðugri, því hann hefir jetið beinin líka.“

Svona fór það fyrsta daginn, og ekki betur þann næsta því þá var aftur jetinn helmingurinn af matnum. Þriðja daginn tók Umli með sjer það sem eftir var af matnum en þá lagðist hann niður hjá matarpokanum og ljet sem hann svæfi.

Þá kom út úr berginu ógurlegur þursi með 7 hausa og fór að smakka á matnum hans, og sá smakkaði nú duglega.

„Nú er maturínn til reiðu, nú skal maður jeta,“ kjamsaði risinn.

„Við skulum nú sjá, hvernig það gengur,“ sagði Umli rauk upp og sló með kylfunni, svo hausarnir fuku af tröllinu í allar áttir.

Svo fór hann inn í fjallið, sem risinn hafði skilið eftir