Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/49

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

43

opið, og þar inni stóð hestur og át úr tunnu með eldsglóðum í, en fyrir aftan hann stóð heypoki.

„Hversvegna jetur þú ekki úr heypokanum?“ spurði Umli.

„Af því að jeg get ekki snúið mjer við,“ sagði hesturinn.

„Jeg skal snúa þjer,“ sagði Umli.

„Höggðu heldur af mjer höfuðið,“ sagði hesturinn.

Umli gerði það, og þá varð hesturinn að fallegasta pilti, hann sagði að þursinn hefði breytt sjer í hest, og svo hjálpaði hann Umla að finna sverðið, sem þursinn hafði falið í fleti sínu, en í rúminu lá langamma risans og hraut hástöfum.

Svo fengu þeir sjer bát og fóru sjóleiðis heim, en þegar þeir voru komnir af stað, vaknaði tröllkerlingin og kom á eftir þeim, en þegar hún sá, að hún næði þeim ekki, fór hún að drekka sjóinn, og drakk svo mikið, að það sást glögt að hann minkaði, en þá sprakk hún.

Þegar þeir komu í land, sendi Umli boð til kóngsins, að hann kæmi og sækti sverðið. Hann sendi fjóra hesta og þeir hreyfðu það ekki, hann sendi átta og hann sendi tólf, en ekki gátu þeir hreyft sverðið, en þá tók Umli það einn og bar það heim til kóngshallar.

Kóngur trúði ekki sínum eigin augum, þegar hann sá Umla aftur, en hann ljest vera hinn glaðasti og lofaði honum gulli og grænum skógum, og þegar Umli vildi fá meira að gera, sagði kóngur, að hann gæti farið til galdrahallar einnar, sem hann átti, þar sem einginn þyrði að búa, ef hann gæti haldist þar við, skyldi hann vinna að því, að byggja brú yfir sundið, svo fólk gæti komist þangað; gæti Umli það, skyldi hann launa honum vel, já gjarna gefa honum dóttur sína, sagði hann.

„Jú, ætli jeg geti þetta ekki,“ sagði Umli.

Aldrei hafði nokkur maður komist lífs af úr galdrahöllinni, og kóngur hjelt að nú væri víst, að hann sæi Umla aldrei framar, fyrst hann hafði sent hann þangað.

En Umli lagði af stað, hann tók með sjer nestismalinn