Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/53

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

47

og jeg kæri mig ekki um aðra.“ Og svo rauk sá gamli burtu, og sást þar ekki meir.

En Umli fór heim til kóngshallar, og vildi fá þau laun sem kóngur hafði heitið honum, og þegar kóngurinn fór að koma með undanbrögð, og ætlaði að fara að svíkja Umla, þá sagði Umli að það væri best, að hann byggi sjer út nestispoka, þá skyldi hann sjálfur sækja sín laun. Kóngur varð dauðfeginn, og bjó sjálfur út nestið en þegar malurinn var tilbúinn, greip Umli hann í aðra hendina og kónginn í hina, og henti þeim báðum upp í loftið, malnum á eftir, svo kóngur yrði ekki matarlaus, og ef hann er ekki kominn niður, þá svífur hann einhversstaðar mílli himins og jarðar með malpokan sinn, enn í dag.