Fara í innihald

Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/55

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

49

orðnar fimtán ára gamlar því annars kæmi snjóský og tæki þær.

Fyrsta kóngsdóttirin.

Þegar þar að kom, eignaðist drotningin fallegt stúlkubarn. Árið eftir fór á sömu leið, og eins það þriðja. Konungurinn og drotningin urðu svo glöð, að því er ekki hægt að lýsa, en þó konungur væri glaður, mundi hann eftir að setja vörð við dyrnar, svo dætur hans kæmust ekki út. — Þegar litlu prinsessurnar uxu upp, urðu þær bæði fallegar og vænar, og vel leið þeim á allan hátt. Það eina sem var að, var það, að þær fengu ekki að fara út til að leika sjer eins og önnur börn, en hvað mikið sem þær báðu foreldra sína, og reyndu að leika á varðmennina, þá kom það ekki að neinu gagni, því að ekki máttu þær fara út, fyrr en þær voru orðnar 15 ára.