Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/60

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin

54

að ná honum aftur, þá gat hann það ekki, svo hrumur var karlinn og skakkur. „Jeg kendi í brjósti um karlræfilinn", sagði undirforinginn, „og svo beygði jeg mig og ætlaði að taka upp fyrir hann peninginn, en þá var hann hvorki hrumur nje skakkur lengur. Hann barði mig svoleiðis með hækjunum, að jeg er ekki nærri búinn aö ná mjer enn". „Þú ættir að skammast þín, kóngsins stríðsmaður, að

Karlinn lúskrar á kapteininum

Karlinn Iúskrar fcapteininum.

láta gamlan kryppling berja þig svona, og enn meira fyrir að segja nokkrum frá því", s(agði klapteinninn. „Svei, á morgun skal jeg verða eftir hjer heima, og þá skal nú eitthvað annað spyrjast". Jæja. Daginn eftir var nú kapteinninn á verði heima, en undirforinginn og hermaðurinn fóru á veiðar. átti kapteinninn að elda mat og gæta hússins. Þegar leið á daginn, kom karlinn og bað um skilding, en ef þá fór ekki ver, þá fór að minsta kosti ekki betur en daginn áíur. Hann misti peninginn um leið og hann fjekk hann, og gat ekki fundið hann aftur. Svo