Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/61

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

55

bað hann kapteininn að hjálpa sjer að finna hann, og kapteinninn mundi ekki betur eftir því sem gerðist daginn áður, en að hann laut niður til að leita. En ekki hafði hann fyrr byrjað að leita, en krypplingurinn fór að lemja á honum með hækjunum, og í hvert skifti þegar kapteinninn ætlaði að rjetta úr sjer, fjekk hann bilmings högg, og það voru nú engin smáhögg, hann sá eldglæringar við hvert einasta af þeim. Þegar hinir tveir komu heim um kvöldið lá hann enn á gólfinu og gat varla hreyft legg nje lið.

Þriðja daginn átti svo hermaðurinn að vera heima, en hinir tveir fóru að veiða. Kapteinninn sagði að hann skyldi vara sig, „því þig drepur nú karlinn, vinur minn“, sagði hann. „Eitthvað væri maður nú aumur, ef svona skröggur gerði út af við mann“, sagði hermaðurinn.

Þeir voru varla komnir í hvarf, kapteinninn og undirforinginn, þegar karlinn kom og bað um skilding.

„Peninga hefi jeg aldrei átt“, sagði hermaðurinn, „en mat skaltu fá, þegar jeg er búinn að sjóða. En ef þú vilt fá matinn, þá verðurðu að höggva við í eldinn.

„Það kann jeg ekki“, sagði karlinn.

„Þótt þú kunnir það ekki, þá geturðu lært það“, sagði hermaðurinn. „Jeg skal ekki vera lengi að kenna þjer, komdu bara með mjer út í eldiviðarskálann“.

Þegar þeir komu út í skálann, dró hermaðurinn fram stóreflis viðardrumb, hjó í hann skarð og rak þar í fleyg, svo djúp rifa kom í trjeð. „Nú verður þú að leggjast niður og gá ofan í þessa rifu, þá skalt þú fljótt kunna að höggva við“, sagði hermaðurinn, „en á meðan þú horfir á, skal jeg höggva“.

Jú, gamli maðurinn ljet ekki segja sjer þetta tvisvar, lagðist niður og rýndi í rifuna, þegar hermaðurinn sá að skeggið á karlinum var komið langt niður í rifuna, tók hann fleyginn úr trjenu, svo karlinn varð fastur á skegginu. Svo lúbarði hann karlinn með öxarskallanum, og