Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/64

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

58

karlinum og greiða hár hans, uns hann sofnaði; „en þegar jeg fer út og kalla á hænsnin, að þau komi og tíni það, sem fellur úr höfði honum, þá skalt þú flýta þjer að koma“, sagði hún. „En farðu nú fyrst og vittu hvort þú getur valdið sverðinu, sem liggur þarna á borðinu“. — Nei, ekki gekk það, sverðið var svo þungt, að hermaðurinn gat ekki einu sinni hreyft það. Þá varð hann að fá sjer sopa úr horni með töfradrykk, og eftir það gat hann rjett lyft sverðinu, svo fjekk hann sjer annan sopa, og þá gat hann lyft því svolítið hærra, en svo fjekk hann sjer stóran sopa úr horninu, og þá gat hann sveiflað sverðinu eins og hann vildi.

En einmitt þá heyrðist bergrisinn koma þrammandi, svo öll höllin skalf.

„Svei, svei, hjer er mannaþefur í húsum“, sagði risinn.

„Hrafn flaug hjer yfir“, sagði kóngsdóttirin. „Hann hafði mannsbein í nefinu og misti það niður í reykháfinn. Jeg kastaði því út og sópaði vel og lengi, en það er víst lykt ennþá“.

„O, jeg finn það nú líklega“, sagði tröllið.

„En komdu nú, nú skal jeg greiða þjer,“ sagði kóngsdóttirin, „þessi lykt verður svo farin, þegar þú vaknar“.

Þetta þótti risanum vel mælt, og ekki leið á löngu, þangað til hann var steinsofnaður og farinn að hrjóta. Þegar kóngsdóttirin fann, að hann var steinsofnaður, setti hún stóla og dýnur undir höfuðin á honum, og fór að kalla á hænsnin. Þá læddist hermaðurinn inn með sverið og hjó alla þrjá hausana af risanum í einu höggi.

Kóngsdóttirin varð mjög kát og glöð, og fylgdi nú hermanninum til systra sinna, svo hann gæti líka frelsað þær úr berginu. Fyrst gengu þau yfir húsagarð og svo gegnum mörg og stór herbergi, þangað til þau komu að stórum dyrum. „Jæja, hjer verðurðu að fara inn“, sagði kóngsdóttirin, „hjerna er það“. Þegar hermaður-