Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/65

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

59

inn opnaði dyrnar, sá hann inn í stóran sal, þar sem alt var úr skíru silfri, þar sat næstelsta kóngsdóttirin og spann á silfurrokk.

„Hamingjan góða“, sagði hún við hermanninn. „Hvað vilt þú þingað?“

„Ó, góði farðu burtu“, sagði kóngsdóttirin. „Ef risinn verður var við þig hjer, gerir hann út af við þig“.

„Ja, ef jeg geri þá ekki út af við hann“, sagði hermaðurinn.

„Nú, ef þú vilt endilega vera hjer“, sagði hún, „þá skaltu skríða bak við stóra kerið í anddyrinu. En þú verður að flýta þjer að koma, strax og þú heyrir mig kalla á hænsnin“. En fyrst varð hann að reyna, hvort hann var maður til þess að sveifla sverði risans, sem lá á borði þar; það var miklu stærra og þyngra en hið fyrra, svo hann gat ekki nema rjett lyft því. Svo fekk hann sjer þrjá sopa úr horninu, þá gat hann vel valdið því, og þegar hann var búinn að fá sjer þrjá sopa í viðbót, gat hann farið með sverðið eins og það væri borðhnífur.

Rjett á eftir tók að heyrast brak og brestir, og alt ljek á reiðiskjálfi, og svo kom inn þursi með sex höfuð.

„Svei, svei,“ sagði hann um leið og hann rak nefin inn ur dyrnar. „Hjer er mannaþefur inni!“

„Já, að hugsa sjer“, sagði kóngsdóttirin. „Rjett áðan kom hrafn fljúgandi með lærlegg af manni í nefinu, og misti hann niður um reykháfinn. Jeg henti beininu út, og hrafninn henti því inn aftur. Loksins kom jeg því burtu og flýtti mjer að opna alla glugga, svo lyktin ryki út, en hún fer nú ekki alveg á stundinni samt“, sagði hún.

„Nei, það get jeg ekki ímyndað mjer“, sagði þursinn. En hann var þreyttur og lagði höfuðin í kjöltu kóngsdóttur, og hún greiddi honum, þangað til hann var steinsofnaður, svo kallaði hún á hænsnin, en þá kom hermaðurinn og hjó öll sex höfuðin af í einu höggi, svo vel beit sverðið.