Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/67

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

61

hjer yfir rjett áðan og misti mannsbein niður um reykháfinn. Jeg kastaði því út, og aftur kom hann með það, svo það er engin furða, þó lyktin finnist, en loksins gat jeg grafið það niður, og svo er jeg bæði búin að sópa og þvo, og samt getur lyktin varla verið alveg farin“.

„Nú, það má nú finna minna“, sagði bergrisinn.

„Komdu nú hjerna til mín, þá skal jeg greiða þjer,“ sagði kóngsdóttir, „þá verður lyktin rokin burt, þegar þú vaknar aftur“.

Þetta ljet þursinn sjer vel líka og þegar hann var farinn að hrjóta, sem hæst, setti kóngsdóttir dýnur og kodda undir hausana á honum, skaut sjer svo undan og tók til að kalla á hænsnin. Þá kom hermaðurinn á sokkaleistunum og hjó til risans, svo átta höfuðin fuku af í einu, — sverðið var of stutt til að ná því níunda, sem vaknaði og öskraði: „Svei, hjer er mannaþefur“. „Já, hjer er sá, sem lyktin er af“, sagði hermaðurinn, og áður en tröllið gat risið upp og gert nokkuð, hjó hermaðurinn af því síðasta höfuðið.

Kóngsdæturnar urðu nu mjög glaðar, þær vissu ekki hvað þær áttu að gera fyrir þann, sem hafði frelsað þær, og yngsta kóngsdóttirin tók af sjer gullhringinn sinn, og hnýtti hann í hár hermannsins. Svo tóku þau með sjer eins mikið af silfri og gulli, eins og þeim fanst þau geta borið, og lögðu af stað heimleiðis. Þau kiptu í bandið og þá drógu kapteinninn og liðsforinginn kóngsdæturnar strax upp, hverja á eftir annari. En þegar þær voru komnar upp, hugsaði hermaðurinn með sjer, að þetta hefði verið heimska af sjer að fara ekki upp á undan stúlkunum, vegna þess að hann trúði ekki fjelögum sínum sem best. Nú ætlaði hann að reyna þá og setti stóreflis gullhnullung í körfuna og kipti í. Þegar karfan var komin um hálfa leið upp hjuggu þeir á reipið, svo karfan slóst í bergið, og gullmolarnir hrundu niður yfir höfuðið á hermanninum. „Nú erum við lausir við hann“,