Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/68

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

62

sögðu þeir uppi. Svo hótuðu þeir kóngsdætrunum illum dauða, ef þær ekki segðu að þeir hefðu bjargað þeim frá tröllunum. Þeim var þetta þvernauðugt, og þó sjerstaklega þeirri yngstu, en þær voru nú ungar og vildu ekki deyja, svo þeir, sem valdið höfðu urðu að ráða.

Þegar nú kapteinninn og liðsforinginn komu heim með kóngsdæturnar, þá varð engin smávegis gleði í kóngsgarði. Kóngurinn varð svo hrifinn, að hann vissi varla hvernig hann átti að láta; hann tók út úr skápnum sínum flösku með besta víni sem hann átti til, og drakk þeim til og bauð þá velkomna báða tvo, og hafi þeir aldrei verið heiðraðir fyr, þá voru þeir það nú, enginn efast um það. Og þeir rigsuðu um stoltir og strembnir eins og herramenn, frá morgni til kvölls, þó það nú væri, þegar þeir voru í þann veginn að eignast kónginn sjálfan fyrir tengdaföður, því það var ákveðið að þeir ættu hvor að fá sína kóngsdóttur fyrir konu, og skifta milli sín helmingnum af ríkinu. — Báðir vildu þeir fá yngstu kóngsdótturina, en hvernig sem þeir báðu hana og ógnuðu henni, þá þýddi það ekki neitt, hún vildi hvorki heyra þá nje sjá. Svo töluðu þeir við kónginn og spurðu, hvort ekki mætti setja um hana tólf manna vörð, hún væri svo þunglynd síðan hún hefði verið í berginu, að þeir væru hræddir um að hún gæti tekið upp á einhverju voðalegu. „Jú, ætli það ekki“, sagði kóngurinn, og sagði varðsveitinni sjálfur, að hún yrði að gæta stúlkunnar vel, og missa aldrei sjónar af henni. — Svo var farið að bjóða gestum til brúðkaupsins, og var nú bruggað og bakað, það átti svei mjer að verða veisla, svo að slíka hefði aldrei fyr frjettst um, og svo var tappað vín og slátrað og soðið, eins og það ætlaði aldrei að enda.

En á meðan var hermaðurinn á rölti niðri í undirheimum. Honum fanst það hart, að hann skyldi hvorki eiga að fá að sjá menn eða dagsljósið framar en eitt-