Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/73

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

67

smiðurinn hvorki heyrði í hamri eða þjöl úr herberginu hermannsins allan síðasta daginn, þá fór hann að hágráta, því nú var engin von fyrir hann að bjarga lífinu lengur, hugsaði hann.

En þegar líða tók á nótt, opnaði hermaðurinn gluggann og bljes í pípu sína. Þá kom örnin og spurði hvað hann vildi.

„Jeg hefi uxaskrokka handa þjer ...“

„Jeg vil fá gulltaflið, sem kóngsdæturnar höfðu í berginu blá“, sagði hermaðurinn, „en þú þarft líklega eitthvað að borða fyrst? Jeg hefi nú hjerna úti í skemmunni tvo uxaskrokka handa þjer, og þá geturðu fengið“, sagði hann. Þegar örnin hafði jetið uxaskrokkana, var hún ekki sein á sjer, og löngu fyrir sólarupprás var