Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/74

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

68

hún komin aftur með taflið. Hermaðurinn setti það undir rúmið sitt og fór svo að sofa.

Snemma um morguninn kom gullsmiðurinn og barði á dyr hjá honum. „Hverslags óðagot er í þjer“, sagði hermaðurinn. „Allan daginn lætur þú eins og þú sjert óður, og nú fær maður heldur ekki svefnfrið, það er meira ólánið að vera nemandi hjer“. En gullsmiðurinn linti ekki látum, fyr en hann komst inn, en þá voru líka sorgir hans á enda.

En kóngsdæturnar urðu enn glaðari en hann var, þegar hann kom með taflið til kóngshallar, en glöðust af öllum varð þó sú yngsta.

„Hefir þú smíðað þetta tafl sjálfur?“ spurði hún gullsmiðinn.

„Nei, ef satt skal segja, þá hefi jeg ekki gert það, heldur nemandi sem er hjá mjer“, sagði hann.

„Hann hefði jeg gaman af að sjá“, sagði kóngsdóttirin. Já, þær vildu endilega sjá hann, allar þrjár, og ef hann vildi fá að njóta lífsins, þá skyldi hann koma.

Þegar hermaðurinn fjekk þessi skilaboð, þá sagðist hann hvorki vera smeikur við kvenfólk nje stórmenni, og ef slíku fólki þætti gaman að sjá garmana hans, þá mætti það gjarnan skemta sjer við það.

„Þakka þjer fyrir síðast“

En yngsta kóngsdóttirin þekti hann undir eins, hún ýtti varðmanninum til hliðar, hljóp til hermannsins, tók í höndina á honum og sagði: „Komdu sæll og þakka þjer fyrir síðast. Hjer er sá, sem bjargaði okkur frá tröllunum í berginu blá“, sagði hún við kónginn föður sinn. „Hann vil jeg fá fyrir mann“. Og svo tók hún af honum húfuna og sýndi hringinn, sem hún hafði bundið í hár hans.

Já, svo var nú farið að segja frá því, hvernig kapteinninn og liðsforinginn hefðu hagað sjer, og þeir urðu að láta lífið fyrir tiltækið; það varð endirinn á mikillæti þeirra. En hermaðurinn fjekk gullkórónuna og hálft konungsríkið með, og hjelt brúðkaup og giftist yngstu