Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/80

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

74

með á skipinu. — „Jú, það máttu“, sagði Ásbjörn. Svo steig sláninn á skip og tók með sjer nokkra steina í nestið.

Þegar þeir höfðu siglt nokkuð, komu þeir þar sem maður lá í brekku á móti sól, og saug krana. „Hver ert þú, og hvað á þetta að þýða að sjúga þenna krana?“ spurði Ásbjörn. „O, fyrst maður hefir enga tunnu til að setja krana í og láta ölið renna gegnum, þá verður maður að láta sjer nægja kranann einan, jeg er altaf svo þyrstur, að jeg fæ aldrei nóg af öli og víni“, sagði hann, og bað svo um að fá að stíga á skip. Hann fjekk það strax en tók kranann með sjer svo hann dæi ekki af þorsta.

Þegar þeir höfðu enn siglt nokkuð, sáu þeir mann, sem lá með annað eyrað fast við jörðina, eins og hann væri að hlusta. „Hver ert þú, og hvað á að þýða að liggja svona úti á víðavangi og vera að hlusta“, sagði Ásbjörn í öskustónni.

„Jeg er að hlusta á grasið, því jeg heyri svo vel, að jeg heyri það vaxa“, sagði hann, og svo bað hann um að fá að vera með á skipinu. „Já, flýttu þjer að koma“, sagði Ásbjörn, og hann gerði það strax. Þegar þeir höfðu enn siglt nokkuð, komu þeir að manni, sem stóð og miðaði og miðaði. „Hver ert þú, og hvað á þetta að þýða?“ spurði Ásbjörn í öskustónni. „Jeg hefi svo góða sjón og er svo mikil skytta“, sagði maðurinn, „að jeg gæti hitt það sem væri á heimsenda“, og svo bað hann um að fá að stíga á skip. Honum var sagt, að það væri heimilt, og svo gerði hann það.

Eftir að hafa siglt nokkuð enn, sáu þeir mann, sem hoppaði á öðrum fæti, en hafði sjö þung lóð bundin við hinn. „Hver ert þú?“ sagði Ásbjörn, „og hvað á þetta tiltæki að þýða?“ — „Jeg er svo góður að fljúga“, sagði maðurinn, „að ef jeg gengi á báðum fótum, væri jeg kominn á heimsenda eftir fimm mínútur“, og svo