Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/90

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

84

þeir með hana út á stóra mýri, þar sem fífan stóð í stórum breiðum og vaggaði í golunni og glampaði á hvítu kollana hennar í sólinni, svo það lýsti af breiðunum langar leiðir. Aldrei hafði kóngsdóttir sjeð svona mikið af fífu áður, og hún fór strax að tína eins fljótt og hún gat, og þegar hún kom heim um kvöldið, fór hún að kemba og spinna úr fífunni. Þannig gekk nú bæði lengi og vel. Hún safnaði fífu, kembdi og spann, og þess á milli hugsaði hún fyrir því, að bræður hennar hefðu góðan mat og bjó um rúmin þeirra, og á kvöldin komu þeir fljúgandi heim og voru þá villiendur, á nóttunni voru þeir aftur á móti konungssynir, en svo á morgana þutu þeir af stað og voru villiendur allan daginn.

En svo kom það fyrir einu sinni, þegar hún var að tína fífu, — ef mjer skjátlast ekki, þá var það í síðasta sinn, sem hún þurfti að tína, — að ungi konungurinn, sem rjeði þessu ríki, var á veiðum, og kom ríðandi yfir mýrina og sá hana. Hann nam staðar og furðaði sig á hver þessi yndislega unga stúlka gæti verið, sem væri að tína fífu þarna úti í mýrinni, og hann spurði hana líka um það en hún svaraði honum engu, og þá varð hann enn meira hissa og honum leist líka svo vel á hana, að hann vildi fara með hana heim í höll sína og eiga hana fyrir konu. Svo sagði hann þjónum sínum, að þeir skyldu taka hana og setja hana á hestinn fyrir framan hann, en Mjallhvít Rósrjóð benti á pokana, sem hún hafði tínt fulla af fífu og mændi til þeirra biðjandi augum, og þar sem kónginum virtist að hún vildi að pokarnir yrðu teknir með, sagði hann þjónunum að taka þá líka. Þegar þeir höfðu gert það, varð kóngsdóttir smásaman rólegri, því að konungur var bæði góður og fallegur maður, og hann var líka svo vingjarnlegur og nærgætinn við hana. En þegar þau komu heim til kóngshallarinnnar, og gamla drottningin, sem var stjúpmóðir hans, sá Mallhvít Rósrjóð, varð hún svo ill í skapi og öfund-