Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/92

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

86

garðinn, skar drotninguna í fingurinn, bar blóðið á varir hennar og fór svo til kóngsins og sagði: „Nú geturðu komið og sjeð hvort það er ekki satt, sem jeg segi, að hún sje galdranorn, því nú hefir hún líka gert út af við þriðja barnið sitt“. Þá varð kóngur svo harmþrunginn, að engin orð fá lýst því, því þá gat hann ekki hlíft henni lengur, en varð að skipa svo fyrir, að það skyldi brenna hana á báli. Þegar búið var að kveikja í bálkestinum, benti hún að taka skyldi tólf fjalir og leggja þær í kring um bálið, og á fjalirnar lagði hún föt bræðra sinna, en vinstri ermina vantaði í skyrtu yngsta bróðurins, hana hafði hún ekki getað lokið við. Ekki hafði hún fyr gert þetta, en þytur heyrðist í lofti og tólf villiendur komu fljúgandi út úr skóginum, og hver þeirra tók sín föt í nefið og flaug burt með þau.

„Sjer þú nú?“ sagði vonda drotningin við kónginn. „Nú geturðu fyrst sjeð, að hún er regluleg galdranorn, og flýttu þjer nú að láta brenna hana, áður en bálkösturinn er allur brunninn“,

„O, við höfum nógan við“, sagði kóngurinn. „Jeg ætla að bíða svolítið og sjá hvernig þetta fer“. — Í sama bili komu kóngssynirnir tólf ríðandi, svo laglegir og vel vaxnir, að enginn hafði sjeð annað eins, en yngsti bróðurinn hafði andarvæng í staðinn fyrir vinstra handlegginn.

„Hvað gengur hjer á?“ spurðu kóngssynirnir.

„Það á að brenna drotninguna mína, vegna þess að hún er galdranorn og hefir tortímt börnunum sínum“, svaraði konungur.

„Það hefir hún ekki gert“, sögðu bræðurnir. „Talaðu nú systir góð, nú ertu búin að frelsa okkur, frelsaðu nú sjálfa þig“. — Þá talaði Mjallhvít Rósrjóð, og sagði frá hvernig alt hafði farið, hvernig drotningin gamla, stjúpmóðir kóngsins, hafði tekið börnin frá henni um nótt, skorið hana í fingurinn og roðið blóðinu á varir hennar