Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/93

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

87

og kringum munninn, og bræðurnir fóru með kónginn út að ormagarðinum, þar lágu börnin þrjú og ljeku sjer við orma og eiturkvikindi, og fallegri börn var ekki hægt að finna. Þau tók nú konungur úr ormagarðinum og bar þau til stjúpu sinnar og spurði hana, hvaða refsingu sá ætti skilið, sem hefði svikið saklausa drotningu hans og þessi þrjú blessuðu börn. „Þeir sem það hafa gert, ættu að vera rifnir sundur af tólf viltum hestum“, sagði gamla drotningin.

Þau ljeku sjer við orma

„Sjálf hefir þú kveðið upp dóminn, og sjálf skaltu fá að þola hann“, sagði konungurinn og svo var gamla vonda drotningin slitin sundur af tólf ótemjum. En Mjallhvít Rósrjóð lagði í ferðalag með bræður sína, mann og börnin þrjú heim til foreldra sinna, og sagði þeim alt sem