Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/97

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

91

heldur illa samninginn, nú er það ekki lengur satt, sem yfir dyrunum stendur“.

„Ef jeg gæti nú veitt þjer þrjár óskir“, sagði Drottinn. „Hvers myndirðu þá óska þjer?“

„Reyndu mig“, sagði smiðurinn, „og þá færðu að víta það“.

Drottinn veitti honum þá þrjár óskir.

„Þá óska jeg fyrst og fremst, að hver sem jeg bið um að klifra upp í perutrjeð, sem stendur hjer við smiðjuvegginn, verði að sita þar, þangað til jeg bið hann sjálfur að koma niður aftur“, sagði smiðurinn, „og í öðru lagi óska jeg þess, að hver, sem jeg bið að setjast hjer í hægindastólinn inni í smiðjunni, verði að sitja þar kyrr, uns jeg vil að hann standi upp, og í þriðja lagi óska jeg þess, að hver sem jeg bið um að skríða inn í þessa peningapyngju úr stálhlekkjum, sem jeg hefi, verði að vera þar kyrr, þangað til jeg leyfi honum að skríða út aftur“.

„Þú óskaðir sem vondur maður“, sagði Sankti Pjetur, „fyrst og fremst hefðir þú átt að óska þjer kærleika Guðs og náðar“.

„Jeg þorði ekki að biðja um svo mikið“, sagði smiðurinn. Því næst kvöddu þeir hann, Drottinn og Sankti Pjetur, og hjeldu sína leið.

Það leið og beið, og þegar tíminn kom, kom kölski, eins og í slamningnum stóð, og ætlaði að sækja smiðinn.

„Ertu tilbúinn núna?“ spurði hann og stakk trýninu inn um smiðjudyrnar.

„Ó, jeg hefði endilega þurft að hnoða haus á naglann þann arna“, sagði smiðurinn. „Klifraðu þarna upp í perutrjeð á meðan og fáðu þjer peru að naga, því þú hlýtur að vera svangur og þyrstur eftir langa göngu.“

Fjandinn þakkaði gott boð og klifraði upp í trjeð.

„Ja, þegar jeg hugsa mig vel um“, sagði smiðurinn, „þá get jeg alls ekki hnoðað höfuð á þennan nagla á fjórum árum, því þetta járn er svo hart. En niður skalt