Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/134

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

130

9. Eins og brjóti bláu fjøll, bølvud elda spýa, og jardar rótist idur øll, upp um veldi skýa.

10. Alla hrellir ógnin há, yfir skéllir kýngjum, gróna velli og akra á, øsku hellir dýngjum.

11. A burt fælir alla ró, eird og sælu kefur, landid svælir, lopt og sjó, lifi’ ei hæli gefur.

12. Blódug strídin þannig þjá, þar sem geysa yfir, myrda og nídast ódfær á, øllu því, sem lifir.

13. Burt ad flæma frid né stríd, fært mun verda þeigi; vér skulum sæma verkin fríd, en vondum hrósa eigi.


14. Leó fer úr fleina byl, fylgir Númi honum, og sá her sem enn er til, upp ad bláfjøllonum.

15. Þannig dragnar djúpi frá, digur jøtun boda, dimmur magnar búkin blá, bjørginn vill hann troda.

16. Brúnum veltir frodu frá, firna ógurligur, um sig beltir øldum þá, af þeim verdur digur;

17. Sídan skellir bjørgin blá, í brædi lødrúng gefur, úr sér hellir þrótti þá, þeim er safnad hefur.

18. Leó þannig færast fer, fram med sínum lýdi, fjallbúanna hittir her, og hellir yfir strídi.