Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/137

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

133

38. Les og tónar líkt og ber, lagi beitir høgu, en vígslan hjóna ecki er, innfærd her í søgu.

39. Akker vindast upp úr sjá, ægir tautar vidur; seglin bindast húnum hjá, hleypt er skautum nidur.

40. Blærinn gerir vær úr vør, voga héra ad toga; lidugt snéri stýri knør, strauminn fer ad soga.

41. Aldinn grædir yglir brár, ecki lucku tregur; yfirklædin unnar blár, øll í hruckur dregur.

42. Skeid a boda bøkin þá, bólgin upp sig vegur; spýtir frodu og øldum á, anda þúngan dregur.

43. Hrannar óra hrinum skeid, hlýtur undan gánga; margan stóran lødrúng leid, lamin um báda vánga.

44. Streingir togna, kylju kast, keyrir skeid óraga; seglin bogna og belgja fast, bylja-trodinn maga.

45. Vinda-hladin skjálfa ský; af skørum blæi fleygja; knørinn badar brjóstin í, blódi ægis meya.

46. Reingur braka, reynist gnod, reflar flaka og digna; steingum þjakar þúnga vod, þær svo taka ad svigna.