Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/138

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

134

47. Jøtun vinda hristir hramm, hrærist lind ad geysi; bylgjur hrinda ferjum framm, og flana í myndarleysi.

48. Nøldra gera Nílar hjón, nøtrar í hverju bandi; hafid þver, en þornar frón; þetta ber ad landi.

49. Rán og Ægir þagna þá, þornar lægirs héri; bragnar frægir festa á, føgru lagi kneri.

50. Gánga lýdir landid á; Leó sídan vidur, Númi frídur þannig þá, þægar smídar qvidur.

51. Vorir skilja vegir hér, vogs hjá breidum mølum, nema viljir medur mér, mynda bygd í dølum.

52. Þángad halda ósk mín er, og þar lifa og deya, því eg aldrei ætla mér, optar stríd ad heya.

53. Fjarlægt ódum landa lýd, lífsins heillir skína, þar um góda gæfu tíd, Gudi dýrka eg mína.

54. Til Camillu Leó leit, ljúft á sprundid horfdi; hvad hún vill, ei hetjan veit; hún komst þá ad ordi:

55. Þar mín eigin óskin trú, ad, minn vinur, kémur, ad Núma eigir aldrei þú, yfirgefa fremur.