Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/63

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

59

7. Ef ad gerdust upp á þá, ærufíknar þrælar háir, beittu sverdi brugdu þá, bændurnir til varnar knáir.

8. En, því midur, opt og þrátt, af náttúru frjálsum sonum, rændu frid og flæmdu sátt, flockar lids med tírønnonum.

9. Hér til dæmin høfum vér, heims af Søgum fleiri’ enn viljum; þau eru slæm, og því er ver, ad þau ei ennú vid oss skiljum.

10. Nær skal hressa hamíngan, hrelda menn og naudum þjáda? nær skal blessud náttúran, nockurnvegin fá ad ráda?


11. Minnumst nú á Marsalands, menn, sem von á strídi eiga, eptir søgu sendimanns, sig til varnar búa meiga.

12. Kónglaus þjódin þessi var, þjónadi sér og náttúrunni; einginn vald yfir bródur bar, sem befalíngar géfa kunni.

13. Fóru því vid fregn um stríd, foríngja sér ad velja ýtar; margir voru lands af lýd, listamenn og kémpur nýtar.

14. Þegnar géra þad uppskátt, þrjá ad velja kappa dýra; hvur sem hefur mestan mátt, megin hernum á ad stýra.

15. Einn af þessum Alor hét; afli sínu mikid treysti, kémpan ønnur Líger lét, lítid buga sína hreysti.