því litlu, ſem enn nú er eptir af birkiſkógum í Islandi, væri ei giøreydt af Kolagerdar-mønnum, hverra árliga og gálauſa ſkógarhøgg má álýta nærſtu orſøk til ſkóganna þverrunar, auk þeß er ſveita-bóndinn eigi má án vera til dagligra hús-naudſynia, ſvoſem til eldividar, hvar eigi fæſt móſkurdr, til húſabyggíngar og fl. I ødru lagi: at giøra þynníngu liáanna óerfidari, ſamt audveldari fyri hvern og einn, ſpara þá dýrmætu tíd er til þeß gengr um ſláttinn, og at lyktum, giøra liáina lángbeittari, ef møguligt væri. Þykir nú Félaginu, ſem Hra. Olavſen hafi til þacklætis unnid af løndum ſínum, fyri þat hann ſendi oß nefnda leturgiørd, og ei megum vér annad enn óſka: at hanns velmeintu forſkriftir í tédu efni, yrdu án hleypidóma prófadar í Islandi, og notadar ſem ber.
V. Um Reidſlur og Pundara, ſkrád af Stepháni Biørnsſyni (161-174). Er þetta