Um árs-tíd millda,
þegar ofan fallnar
regnſkúrir láta
lønd øll gróa,
og ſprettandi blóm
af blundi vakin,
og þrútnir knappar
þreidann dag qvedia.
Þegar ný-viknat
vørmum finnr
lád ſig umhverfis
loſtit geiſlum; —
þá er ſætr høfgi
ſorgum mínum
øllum í ró
ruggat hafdi; —
Og mér úr brióſti
brími qvenna
ſiálfr hardliga
hrakinn þótti;
í þat mund
er morgun framleidir
hverfíngar ſióna
hulldu-fullar,
og blíd-høfgi glennir
gullna vængi. —
Þá bar fyri mig
mynda fiølld
ordulaus
í ſífellu,
af þeim øllum
ſú er eptirfylgir
vitran ſkynſamlig
verda mundi.
Þóttumz eg ſtanda
þá í millum
jardar og ſióvar
og upp-himins,
og ſkepna mér
øll ſaman
þótti opin
fyrir augum liggia.
Héck jørd und’ mér
í jafnvægi
ſinna krapta,
ſvam í lopti;
og fiall-tindar
framſkørudu,
girdt var hún øll
grænleitum ſæ.
Blaðsíða:Rit þeß Konúngliga Islenzka Lærdóms-Lista Félags vol. 10 - Tímarit.is.pdf/328
Útlit
Þessi síða hefur verið prófarkalesin
288
Muſteri Mannordſins.
Hér
