Hér báru fyri
berir klettar
og óbyggdar
eydimerkur;
þar gat at líta
þorp reiſuglig;
og græn-typptir
titrudu ſkógar.
Gaman var þat auga
umlitandi
ſkip at ſiá
ſkrids til lagin.
Hinnsvegar mændu
yfir háum eykum
mikilleikar
muſteranna.
Fádar urdu ſtundum
þeßar frídu ſiónir
heidríkuſtum
rødul-geiſla;
lidu ſtundum
lendur hverfar
burt frá mér
byrgdar ſkýium.
Medan eg í ſtórri
miøg vidáttu
allt í kríng
um litadiz,
heyrd’eg at ſkyndíngu
ſkéll ógrligann
ſem margra hluta
magnadann falli.
Var hann ſem þruma
þyti í fiarſka,
eda fall-bodar
orgi vid ſtrendur;
ſáz eg þá um
fyrir ofan mig,
og gat at líta
glæſiligann ſal.
Var mænir hanns
miøg háreiſtr
allt umhverfis
orpinn ſkýium,
byggdr yfir jøkuls-
brún nockurri;
ørdug var uppgánga
og íllr vegr.
Skein fiall þetta
furduliga
ſem marmari
mundi paríſkr,
og leit
út í fiarſka,
ſem ſteinn einlægr
ſtædi fyri.
Blaðsíða:Rit þeß Konúngliga Islenzka Lærdóms-Lista Félags vol. 10 - Tímarit.is.pdf/329
Útlit
Þessi síða hefur verið prófarkalesin
Muſteri Mannordſins.
289
Isl. L. L. Fiel. R. 10. B.
T
Eg
