Fara í innihald

Brennu-Njáls saga/57

Úr Wikiheimild

Snið:Header

Starkaður hét maður. Hann var sonur Barkar blátannarskeggs Þorkelssonar bundinfóta er land nam umhverfis Þríhyrning. Hann var kvongaður maður og hét kona hans Hallbera. Hún var dóttir Hróalds hins rauða og Hildigunnar dóttur Þorsteins tittlings. Móðir Hildigunnar var Unnur dóttir Eyvindar karfa, systir Móðólfs hins spaka er Móðylfingar eru frá komnir. Synir þeirra Starkaðar og Hallberu voru þeir Þorgeir og Börkur og Þorkell. Hildigunnur læknir var systir þeirra. Þeir voru ofsamenn miklir í skapi, harðlyndir og ódælir. Þeir sátu yfir hlut manna.