Forsíða/Textabrot/2

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þjóðmenningarhúsið
Hreiðar kvaðst ekki minnast þess sérstaklega hver viðhorf stjórnvalda hafi almennt verið til atriða, sem vörðuðu ráðagerðir Kaupþings banka hf. um samdrátt í starfsemi sinni og flutning hennar úr landi. Hann gat þess þó að það hafi valdið stjórnendum bankans vonbrigðum að hafnað hafi verið beiðni um heimild til að gera uppgjör fyrir hann í erlendum gjaldmiðli, enda hafi það haft neikvæð áhrif að þurfa að gera upp í íslenskum krónum. Hann kvað stjórnvöld ekki hafa óskað eftir tillögum frá bankanum um aðgerðir til að minnka efnahagsreikning hans, en efnahagsráðgjafi ákærða hafi á hinn bóginn tekið upp umræður haustið 2008 um samruna í bankakerfinu. Hreiðar sagðist telja þetta hafa átt rætur að rekja til ótta um stöðu Glitnis banka hf., en hann hafi um páskana 2008 lagt til að þeim banka yrði skipt upp á þann hátt að Kaupþing banki hf. tæki yfir erlendar eignir hans og Landsbanki Íslands hf. þær innlendu.
Sjá meira...