Grágás/11

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Jóla helgi eigum vér að halda á landi hér. Það eru dagar 13. Þar skal halda jóla dag hinn fyrsta og hinn 8. og hinn 13. sem páska dag hinn fyrsta, og annan dag jóla og hinn 3. og hinn 4. þá skal halda sem drottins dag að öllu annars nema að því þá er rétt að moka undan fé sínu, en 3. dag jóla og hinn 4. hvernig sem vill. En meðaldaga alla um jól er rétt að moka undan fé og reiða á völl, þann hluta vallar er nær er fjósi, ef hann hefur eyki til, og velta þar af. Ef maður dregur mykju út og hefur eigi eyki til og skal þá færa í haug. Það eiga menn og að vinna meðalsdaga um jól, að slátra og láta af fé það er um jól þarf að hafa, og heita mungát og reiða andvirki hey það er skylt er, ef honum þykir það haglegra að gefa en hitt er áður er heima, enda hafi þeir eigi eyki til fengið fyrir jól. Eigi á hann meira forverk að reiða heys en vel vinni um jól.