Grágás/15

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Langaföstu eigum vér að halda. Það eru 7 vikur. Drottins dag þann skulum vér ganga í föstu sem upp er sagt á þingum og leiðum. Þá er maður gengur í föstu, þá skal eta kjöt fyrir miðja nótt, en þá skal eigi eta kjöt á þeim vikum 7 fyrr en sól rennur á fjöll páskadag. Annan dag viku hinn fyrsta í langaföstu og hinn 3. er rétt að hafa tvímælt og eigi kjöt, en alla daga aðra þaðan frá til páska nema drottins daga þá skal fasta. 11 eru nætur þær er lögskyldar eru að fasta í langaföstu: föstunætur 7 og miðvikunótt hin fyrsta og hin efsta og miðvikunótt í imbrudögum og þvottanótt.

Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skulum taka til annan dag viku að varna við kjöti, þann er drottins dagar verða 3 á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu, nema drottins daga og messudaga lögtekna. Föstudaga eigum vér að fasta í jólaföstu og næturnar og hinn næsta dag jólum fyrir dag föstu, og fyrir hinn 13. dag.

Imbrudaga eigum vér að halda 12 að föstu á 12 mánuðum og næturnar. Imbrudaga skulu vér halda á annarri viku föstu og á hvítadaga viku. Rétt er að hafa hvítan mat þvottanótt í imbrudögum þeim á hvítadögum verða. Svo skulum vér halda imbrudögum fyrir jól og fyrir Mikjáls messu sem upp er sagt á þingi og á leiðum.