Grágás/18

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Það var nýmæli gjört, þá er Magnús Gissurarson var biskup orðinn, að nú er lögskylt að fasta nætur þær 8 er áður voru eigi lögskyldar: ein er jólanótt, önnur páskanótt, 3. fyrir uppstigningardag, 4. fyrir hvítasunnudag, og miðvikunætur 4 um langaföstu, þær er eigi voru áður lögteknar.

Það var annað nýmæli að jafna ætt skal byggja sifjar og frændsemi að 5. manni hvoru tveggja þar sem hjúskapar ráðum skal ráða og skal þar er frændsemi er að 5. manni og 6. skal gjalda 100 álna. En þar er að 6. manni er hvort tveggja skal gjalda 10 aura. Þá liggur ekki fégjald á þaðan frá þótt hjúskapar ráðum sé ráðið. Það var fornt lögmál þar er 3 bræðra er með mönnum að frændsemi, að þar skyldi til ómegðar leggja 10 aura, en nú er það af tekið.