Grágás/19

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Hinn fimmti dagur viku skal vera fyrstur í sumri. Þaðan skal telja 3 mánuði 30 nátta, og nætur 4 til miðsumars. En frá miðju sumri skal 3 mánuði 30 nátta til vetrar. Laugardagur skal fyrstur vera í vetri, en þaðan frá skulu vera 6 mánuðir 30 nátta til sumars, en 10 vikur skulu vera af sumri er menn koma til alþingis. Dagur skal fyrr koma alls misseris tals en nótt. Lög öll skulu vera sögð upp á þremur sumrum. Skal þá lögsögumaður af hendi bjóða lögsöguna. Nýmæli ekki skal vera lengur ráðið en 3 sumur, og skal að lögbergi hið fyrsta sumar upp segja á vorþingum helguðum eða leiðum. Laus eru öll nýmæli ef eigi verða upp sögð 3. hvert sumar.