Grágás/21

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Menn skulu í dag og á morgun lýsa sakar þær allar er til fjórðungsdóms skal, enda er jafn rétt að lýsa annan dag viku ef menn vilja það í þingsköpum hafa. Og svo ef menn vilja lýsa um tíundarmál þeir menn er til þeirrar sóknar eru teknir eða aðilja eru eða þeir er af þeim hafa tekið, þá skulu þeir menn eigi hafa síðar lýst en nú er talið. En aðrir menn eiga að lýsa um tíundarmál uns dómar fara út.

Ef maður vill lýsa sök á hönd manni, hann skal nefna sér votta 3 eða fleiri, nefni ég í það vætti að ég lýsi sök á hönd honum, og nefna hinn á nafn, og kveða á sökina, og svo hvað hann telur honum varða. Hann skal lýsa á lögbergi svo að meiri hlutur manna sé hjá og lögsögumaður og lýsa löglýsing og handselda sök ef svo er, og lýsa til fjörbaugsdóma. Geta skal þess ef sú er sök er hann lýsti fyrra sumar.