Grágás/30

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Grágás höfundur óþekktur
Þingskapa þáttur 30. Bjóða að hlýða til eiðspjalls

Sá maður skal nefna sér votta er sök sína vill fram segja. Nefni ég í það vætti að ég býð þeim manni er ég vil hér sökum sekja, að hlýða til eiðspjalls míns, og til framsögu sakar, eða þeim manni er vörn hefir fyrir hann, og goða þeim er 12. kvið skal bera um þá menn er hann hefir sök á hendi.