Grágás/9

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Vér skulum halda laugardag hinn 7. hvern nónhelgan sá er næst drottins degi fyrir. Þá skal ekki vinna upp frá eykt nema það er nú mun ég telja. Það á að vinna allt er drottins dag á að vinna, þá er eykt er útsuðursátt er deild í þriðjunga og hefur sólin gengna 2 hluti en einn ógenginn. Ef menn láta fé af þvottadag og skal borið af skinni fyrir eykt, þá eiga menn að saxa um aftaninn og skera mör og gera mat til þann er um helgina þarf að hafa, þótt svo sé til ætlast að nokkuð gangi af og varðar það eigi við lög.

Ef menn vinna á eykt þvottadag og verða þeir útlægir 3 mörkum og skal búanda fyrst sekja ef hann hefur í verki verið. Ef griðmenn hafa í verki verið og skuldarmenn eða þrælar og á frelsingja fyrst að sækja. Ef þeir hafa unnið á eykt og verða þeir sóttir um og verjast þeir máli ef þeir geta þann kvið að eigi sæi sól og þeir myndi skemur vinna ef sól sæi, það er og bjargkviður ef það ber að atfærsla þeirra væri svo lítil að þeir þyrðu eigi heim að ganga fyrir ofríki búandans og verður búandi þar útlægur en eigi þeir.

Ef maður ber klyfjar þvottadag og vill hann heim þreyta og á hann að bera til þess uns sól er skafthá. Ef hann má eigi heim þreyta og skal hann tekið hafa sér gisting áður sól er í vestri og ofan lagðar klyfjar. Útlægur er búandi ef hann synjar vistar. Hinn skal bera klyfjar til hins næsta bæjar áleiðis og biðja sér vistar. Útlægur er búandinn ef hann synjar. Hinn skal fara til hins 3. bæjar og leggja ofan klyfjar þar og biðja sér vistar og fatahirslu. Ef búandi synjar honum vistar og verður hann útlægur um það, enda ábyrgist hann klyfjarnar þótt hinn láti eftir liggja þar í túni er átti. Bera á maður klyfjar af fjalli ef honum hefur seinna farist en hann ætlaði, þótt dægur séu lögheilög.