Grasnytjar/Augna-fró

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

IV.

Augna-fró.

Euphrasia officialis. Euphragia. Didy-
namia. Angiosperma.

Danir kalla: Øien-Trøst.
Þydskir: Augen-Trost, Tage-Leucht

Þessi urt er ein af þeim, sem dreifir og sundrar, og er í beisk at smeck.

Einfaldlega er þessari urt eignadr kraftr til at lækna þrútin og óskyr augu: hún er þá marinn, og lögr hennar i augu borin, qvölld og morgna. Líka er þat til bragds tekid, at menn setia vín á urtina, og drecka þat sídan, og þat segia menn hafi sama krapt at lækna augu; hún má og marin yfir augu leggiaz. Hr. von Linne er sá einn madr, sem eignar henni minni kraft enn adrir, i þessu efni, sem nú var mælt: enn her þykiz eg, med mörgum fleirum, sem reynt hafa, vera sannfærdr um gott gagn hennar, vid sár, og stird eda döpur augu.

Þessa urt má i humals stad bruka, til ölgerdar; og hefir hún þá ena sömu verkan vid augna-veiki. Þat öl segia menn smacki vel, styrki höfud og minni, hreinsi heilann, lækni sundl og svíma.

Þat er líka rád, at þurka þessa urt vel, mala hana sídan sem kaffee, blanda þeirri mylsnu, vid gott hvítt sykr, og má þa hvert er vill, taka til sín milsnuna, eda dreifa henni i augun.

Extract af þessari urt, ellegar vín eda brennivín, sem á henni hefir stadid, hallda menn hollt, og at þát lækni vel gulu-sótt og eydi vessum.

Augna-fró er gott at reykja, sem tóbak, bædi eina um sinn, og líka saman vid annad tóbak.

Zinche kallar þessa urt, þá allra bestu augna lækning, sem til se á medal allra jurta; þegar hún se þurkud og malin i dupt, sídan i fenikel-vatni til sin tekin, á hvöriu qvölldi, þá bæti hún þeim siónina aptr, sem ádr hafa þó mist syn sína.

Þessi urt vex i votlendi og móum, hún hefir boriz her heim i hnausi og torfi enn hefir þá ei lifad, vid þurk i veggium edr þaki, nema til jafnlengdar árs.