Grasnytjar/Balldurs-brá

Úr Wikiheimild

V.

Balldurs-brá.

Cotula fætida. Anthemis, Cotula matri-
caria inodora.
Koenigii Synge-
nesia Polygynia superflua.

Dan. Gaase-Urt, Gaase-Dild, Camel-Blomster.
Þydsk. Kroten-Till, Hund-Till.

Þessi urt er her so frióvsöm, at langtum meira ómak þarf til þess at eyda henni, hvar hún er einu sinni innkomin, enn at planta hana hiá ser um sinn. Af því hún er ecki einasta ónytt fódr fyri bú-pening manna, helldr spillir hún líka ödru fódri, bædi at því leiti, hún þornar torvelldlega, og líka þótt hún þorni med ödru heyi, þá samt gefur hún því ódaun so mikinn, at þar verdr varla peningi at nytium: er þat best hun vaxi þar, sem jardpetti má missaz fyrir hana, og þar sem nátturan hefir um girt med eydi sandi, holtum eda vötnum, annars færir hun sig út víds vegar, helst i lausri jórd.

Urtin hefir þó sína gagnsemi; únga má hana til bua á vori, sem annad supukál, enn uppfrá því at blómstur-knappar eru farnir at myndaz, er hún miklu lakari (eins og flestar adrar urtir); med þessu móti til búinn, er urtin gód fyrir ohreinan maga, og líka konum, sem hafa stadid blód; hún hefir mykjandi og vermandi kraft.

Köldu-siúkum mönnum kalla menn gott at taka til sín daglega, sem svarar spón-bladi, af blómstur-knöppum þessarar urtar.

Lögr hennar, med vatni salti, og nockurri fliótandi feiti, er gódr til klysturs.

Urtin greidir þvag-rás, eydir stein-sóttar efni, og einkanlega drepr orm i idrum manna.

Hún rekr burt flær, þadan sem hún er þurkud geymd. Blómstur þessarar jurtar marid ofaní miólk, brúka menn at leggia yfir kyli, bólgu og fleiri eymstur.

Se þessi urt sodin i víni, og þat druckid, segia menn at þat leysi frá konum daudt fóstr, eptirburd, og stadid blód.

Þat sama vín qvölld og morgna druckid, sem svari godum sopa, kallar Zinchen gott vid vats-syki.

Urtin úng á vori, er söxud og marin saman vid egg, þar af gióriz pönnu-kaka, sem sami madr segir, at se halldin gód fyri þá menn, sem hafa innan-tökur og idra qveisu, samt fyri módur-syki qven-fólks.

Hún er gód vid briost-veiki manna og höfud-sundli, samt gulu og uppdráttar-sótt. Þat sama verkar líka lögr hennar, og vatn af henni. Gunn.

Þeir sem hafa nidurfalls-sótt, drecki edik, sem balldurs brá var i sodin, hellst med litlu hunángi, þat ver þá fyri þessari syki.

Tídir qvenna leidir þat, at fylla lerepts-poka med marda balldurs-brá, sióda hann nockud i vatni, og leggia so vid qvidinn.

Þat styrkir höfud, at þvo þat i seydi af balldurs-brá, þat seydi er líka gott at þvo med því ohrein sár.