Grasnytjar/Barna-mosi

Úr Wikiheimild

VI.

Barna-mosi.

Sphagnum palustre, molle, ramis deflexis
sqvamis capillaceis. Cryptogamia.

Dan. Hvid-Mos. (Som voxer i Moradser).

Þessi mosi er sá fínasti og smá-gerdasti af óllum mosa tegundum. Framar enn annarstadar vex hann vid Deildartúngu hveri, i Borgarfirdi. Reisubók Islands pag. 175.

Hann er kalladr barna-mosi, því hann er brúkadr i vöggur undir börn, hvar til hann er vel hentugr, helst þar börn eru fóstrud i slaga húsum; þar eydir hann því óheilnæmi sem slaginn kann at verka börnum, enn gefr þeim betri og nátturlegri hægindi, enn flest annad, sem þar til brúkaz.

Barna-mosinn má og brúkaz til yfir- og undir-hæginda, kodda og sænga.

Af öllu mosa kyni er þessi hinn besti, at búa um ymsa hluti i hönum, sem langt eiga at sendaz, til at veria þá möl og mocku, so sem helst eru alskyns aldin, dyra felldir og fugla hamir, enn vel verdr mosinn at vera þurkadr, ádr enn hann brúkaz til þessara hluta.

Ecki logar þessi mosi i elldi, og því er hann gódr, at binda þá leirveggi, sem elldi skulu mæta, so sem eru hlóda-kallar, elld-stór, reyk-háfar, ón-stofur; og i þessu er hann öllum ödrum mosa tegundum betri.