Grasnytjar/Beiti-lyng

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


VII.

Beiti-lyng.

Eirica vulgaris. Octandria monogynia.

Dan. Lyng, Liung, gemeen Lyng
Tydsk. Gemeine Heide.

Eins og nafn þessarar urtar tidir, er hún gód smala beit, bædi á vetrum og sumrum.

Vatn af blómstrum þessa lyngs, segia menn lækni augna-verk og raud augu, á þaug ridid; enn til sín tekid, ska þat lækna idra qveisu.

Fóta-veikir menn, og nidurfalls-siúkir, hafa gott af at giöra ser bad af því vatni, sem beiti-lyng var i sodid.

Þetta lyng er gott at bera i fiár-hús, bædi til at hallda fe hreinu, og lika til at áuka áburd.

Enskir bændur brúka lyng þetta i humalstad, þegar þeir brugga öl; og fiall bygda Skotar brúka þat i rúm sin, snúa þeir þá öllum rótum nidr.

Seydi af þessu lyngi er kallad gott medal vid stein-sótt, og fleirum siúkdomum sem þar vid eiga skylldt.

Þetta lyng brúkaz med jafna, at lita gult.

Bædi kyr og hestar geta lifad á þessu lyngi, enn allra best saud-fenadr, sem verdr þar af ullar mikill og feitr; at vitni Zinchens, trúa þydskir menn þessari beiti-lyngs verkan sem ver.

Blöd og bar þessa lyngs, er riúpna fædi, og má því líka brúkaz fyrir hænnsna-fódr.