Grasnytjar/Beria-arbi

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


VIII.

Beria-arbi.

Arenaria Peploides, Alsina marina,
Decandria Trigynia.

Dan. Strand-Arve, (med Portulaks Blade.)

Af þessari urt má giöra graut, sem af káli; enn þa þarf at leggia til eitthvad sem tekr væmuna af, er þessari feitu urt fylgir; ei síst er gott þar til kumens gras úngt, eda kúmenid siálft, ellegar hvann-gras.

Fyri nordan land giöra menn dryck af urtinni, þeir setia á hana nockra syru, til þess hún kemr i gáng; enn þá sá lögr er genginn, síaz hann og pressaz frá henni, og blandaz med vatni, ádr druckinn er. Reisub. pag. 677.

Bædi naut, saud-fe og hestar eta giarnan þessa söltu og söftugu urt i Norvegi, skrifar Gunnerus: her hefi eg sied naut ein eta hana, enn eigi annann pening.