Grasnytjar/Birki

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

IX

Birki eða Biørk

Betula alba, Monæcia Tetrandria.

Normenn kalla: Biørk, Bierk

Danir: Birk. Þýskir: Birken.

Þegar birki er fært i gegnum børk, og allt inn at mergi, med bor-jarni, þá fá menn þannløg, sem kallaz birki-vatn; giør-iz þetta med varandi túngli á vori, ádr enn birkid hefir skotid laufum. Menn setia pípu í boruna, og rennur þá út þessi vøkvi i ker nockud, sem undir er sett, er þá løgrinn líkr miød hunangs blandnum: strax sem saft-in er útrunninn, skal reka birki nagla í honuna aptr, því annars er hætt vid at tred deyji. Af því vort birki er so smátt, þá mun þat ei vera ómaks vert, at taka vatn af því, nema ef lítið eitt væri til lækninga þar af at fá. Þetta vatn er blod-hreinsandi, segia menn þar endi hold-veiki, gulu-sótt og fóta-veiki, item øllum þeim meinsemdum, sem fylgia blødru-steini, því þat brytr hann strax og fundr leyfir. Birki-vatn, nær þat hefir gengid og med snkri, er sælgætis vrnckr og verkar þat sem áðr er sagt.

Lati madr birki-børk, þurki hann, melie, og hnodi saman vid mjøl, baki sídan til brauds og eti, þá stillir þat braud vel allan blóð-gang.

Birki-laufum um Jons-messu tekid, gefur gulann ullar lit, enn þó betri saman við jafna.

Strøm.

Børkurinn litar vel skinn, lita ullar verk og net-garn, hefir allt þetta sídan þann kost, at mølr sækir sídr at því, fúnar líka og rotnar lángtum seinna. Bor biki-børkr dugir ei til húss þaka, fyri tróð; þó hann se góðr þar til i Norvegi, af Normanna stóru biørkum.

Avørtr birkisins, sem heitir biarkan, hefur miøg samandragandi krapt, og er því sendi af biarkaninu þeim gott, þeim sem hafa laust líf, og þó betra rauda-vin, sem biark-anid hefir nockra stund i legid.

Birkilauf, snemma tekid á vori, og vel þurkad vid vind, má brúka í stadinn fyri theebou, og hefr viðlíka verkan. Birki-aska gefur góða lút til sápu og fleiri hluta.

Birkisins Tophi erispi sem normenn kalla recte, enn ber vidar-nyru, eru há þeim brukaðir til skó-sóla og hníf-skafta.

Gamlann birki-børk má brenna á fløtu jarni og kemr þá þar út af nockr olia, sem er góð at bera-á øll eymstr og fárindi.

I Rurlandi giøriz gulr farvi: af birki laufi, sem kallaz alment stutt gelb. Menn taka nytt og smátt birki-lauf, seyða þat i katli einn tíma, bæta þar síðan við nockru alúni og malinni krít, sióda: Þat enn aptr, og láta setia sig. þar eptir hella menn vatninu af, enn þurfa hið þyckva í skugga, og brúka síðan eptir þørfum, sem annan farva.

Russar gjøra við-smiør af birki-berki þeir taka þann ellsta børt, sem þeir kunna at fá, fylla pott af hønum, so allr bórkur-inn standi uppá endann, láta þar yfir hlemm, med gati i midiu, hvølfa þessum potti ofan yfir leir-pønnu, bera mó umkríng so ei leggi nockra gufu út, kynda síðan elld umkríng pottinn, sem nockud lítid skemmiz þar við, rennur þá við-smiørid eða olían í gegnum gatið á hlemminum ofan í leir-pønnuna. Nyr børkr er her til ónytr. Þessi olía gjørir góða lygt af þeirra ledri.

Nockrir menn hafa kallad birkid skilnings tre (gods og ills); því lim þessa kres er brúk-kad til at hirta børn med, (og stundum þegar midr fer elldra folk), so þaug fái skiln-ing at greina gott frá illu og illt frá góðu, at þau fylgi þessu enn fordiz hitt. Þat tre sem þetta verkar, má heita skilnings-tre.

Bæði birki-lauf, og biki-øsku lút ver ofta fyrir omum, og laufid gjørir þá gula at lit, ef feydi af því, er blandað í miólkina, sem ostr afgióriz.

Brum og lim, birkisins, er rett talid med bestu beitar-gædum saud-fjár á vetri, og fyri því gjørir vor løgbók rád.