Hamarinn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Eftir Örn Arnarson

Hamarinn í Hafnarfirði
horfir yfír þéttabyggð,
fólk að starfi, fley, sem plægja
fjarðardjúpin, logni skyggð.
Hamarinn á sína sögu,
sem er skráð í klett og bjarg.
Stóð hann af sér storm og skruggu,
strauma hafs og jökulfarg.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfði fyrr á kotin snauð,
beygt af oki kóngs og kirkju,
klæðlaust fólk, er skorti brauð,
sá það vaxa að viljaþreki,
von og þekking nýrri hresst,
rétta bak og hefja höfuð,
hætt að óttast kóng og prest.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfir fram mót nýrri öld.
Hann mun sjá, að framtíð færir
fegra líf og betri völd.
Þögult tákn um þroska lýðsins:
Þar er hæð, sem fyrr var lægð,
jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð."