Hjálp:Lestur

Úr Wikiheimild

Það eru 4.793 textar á Wikiheimid og 57 höfundar. Það getur verið snúið að finna það sem þú leitar að. Þessi síða gefur upp grunnupplýsingar um skipulagið er og hvernig er hægt að finna það sem þú leitar eftir.

Sem lesandi getur þú annaðhvort leitað eftir ákveðnum hlut eða fundið efnið út frá möppum eða höfundum.

Leit[breyta]

Ofarlega í hægra horni síðunnar er að finna leit innan Wikiheimildar. Leitin er aðgengileg á öllum síðum wikiheimildar.

Sjálfgefið er leitað eftir höfundum og verkum, hvort sem verkið er bók, smásaga eða kvæði.

  • Ef þú ert að leita að höfundi, þá getur þú sett "Höfundur:" á undan leitarorðinu.
  • Ef þú ert að leita að ákveðnum titli, þá notar þú "intitle:" á undan leitarorðinu.
  • Sumir leitarmöguleikanna af Google virka einnig hér, eins og leit með gæsalöppum, mínusinn (til að útiloka niðurstöður) og stjarnan (algildisstafur).

Möppur[breyta]

Möppuskráningin hjálpar þér að finna verk eða höfund sem er frá ákveðnu tímabili. Flestar síður á wikiheimild eru í möppum, við nefnum bara möppurnar okkar flokka. Möppuskráningu hverrar síðu fyrir sig er að finna neðst á síðunni.

Allir höfundar verka á wikiheimild eru skráðir eftir tímabilum. Tímabilin eru Endurreisnin, Miðaldir, Nútími og Nýöld. Frá síðu hvers höfunds fyrir sig getur þú séð hvaða verk við erum með eftir hvern og einn. Wikiheimild er einnig með þjóðsögur, sem hafa engan þekktan höfund.

Verk eru í möppum eftir gerð þeirra.

Lestur síðna[breyta]

Á wikiheimild eru textarnir skiptir upp í kafla. Fyrsta síða texta inniheldur lista yfir alla kaflana svo þú getir farið á hvaða kafla sem þú vilt. Þessi fyrsta síða er án allra skástrika í titlinum. Þegar þú hefur valið kaflann sem þú vilt eru "fyrri" og "næsti" tenglar í haus hverrar síðu.

Þú getur alltaf farið aftur í efnisyfirlitið með því að ýta á titil bókarinnar og þú getur séð grunnupplýsingar um höfundinn með því að ýta á nafn hans.