Hjálp:Nýir textar

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Skönnun / Nýir textar Arrright.svg Ljóslestur Arrright.svg Villulestur Arrright.svg Nýjar myndir Arrright.svg Ítenging

Þegar texta er bætt við á wikiheimild þá er notast við pdf eða djvu skrár til að ljóslesa þær, sem sparar okkur vinnu. Áður en þú bætir við texta lestu eftirfarandi viðmiðanir:

 1. Athugaðu hvort textinn sé þegar á wikiheimild.
 2. Eingöngu íslenskir textar eiga heima á wikiheimild
 3. Athugaðu höfundaréttarstöðu verksins. Eingöngu verk sem eru fallin úr höfundarétti (70 ár liðin frá andláti höfundar) og verk sem eru undir Creative Commons Share-Alike 3.0 leyfi má setja inn á wikiheimild.
 4. Vertu viss um að textinn eigi heima á wikiheimild.

Leita eftir skrám og sækja þær[breyta]

Bækur eru til á tölvutæku formi á Internet Archive, Google Books og hjá landsbókasafni. Skoðum muninn á þessum síðum:

Íslenskur OCR stuðningur Hægt að sækja í heilu lagi?
Internet Archive
Google Books Nei[1]
Landsbókasafn Nei[2]

Skoðum nú hvað þarf að gera eftir því hvaðan skráin kemur

Internet Archive[breyta]

Skýringarmynd 1

Leita[breyta]

 1. Farðu á Internet Archive
 2. Leitaðu eftir bókinni. Leitin hefur fellivallista þar sem þú velur "Texts". Smelltu á "Go"
 3. Ef réttar skrár eru til ættir þú að sjá þær í leitarniðurstöðum. Ef það eru nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.

Sækja[breyta]

 1. Á vinstri helmingi síðu bókarinnar er box með titlinum "View this box" eins og sést í skýringarmynd 1
 2. Smelltu á HTTPS til að fá lista yfir skrárnar. Þessi tengill er merktur með rauðri ör í skýringarmynd 1
 3. Finndu skrá með .djvu skráarsniði.

Landsbókasafn[breyta]

 1. Farðu á Landsbókasafn
 2. Leitaðu eftir bókinni og smelltu á leitarniðurstöðuna
 3. Á vinstri helmingi síðunnar er box með titlinum "Skrár".
 4. Athugaðu hvort það sé til textaskrá, eða hvort þú getur valið textann. Ef svo er þá er bókin ljóslesin.
 5. Hladdu niður PDF skrám allra síðna bókarinnar
 6. Sameinaðu PDF skrárnar í eina skrá. Þú getur notað Adobe Acrobat í það, eða leitað eftir "PDF merger" forriti.
 7. Ef skráin er ekki ljóslesin, farðu þá eftir fyrirmælunum á Hjálp:Ljóslestur.

Google Books[breyta]

 1. Farðu á Google books
 2. Leitaðu eftir bókinni
 3. Ef þú færð nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.
 4. Settu músina yfir "Ebooks - free" og sæktu "PDF" útgáfu
 5. Farðu eftir fyrirmælunum á Hjálp:Ljóslestur.

Tilvísanir[breyta]

 1. Google Adds OCR Support for 34 Languages
 2. FAQ Landsbókasafn