Hjálp:Nýir textar

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Skönnun / Nýir textar Arrright.svg Ljóslestur Arrright.svg Villulestur Arrright.svg Nýjar myndir Arrright.svg Ítenging

Þegar texta er bætt við á wikiheimild þá er notast við pdf eða djvu skrár til að ljóslesa þær, sem sparar okkur vinnu. Áður en þú bætir við texta lestu eftirfarandi viðmiðanir:

 1. Athugaðu hvort textinn sé þegar á wikiheimild.
 2. Eingöngu íslenskir textar eiga heima á wikiheimild
 3. Athugaðu höfundaréttarstöðu verksins. Eingöngu verk sem eru fallin úr höfundarétti (70 ár liðin frá andláti höfundar) og verk sem eru undir Creative Commons Share-Alike 3.0 leyfi má setja inn á wikiheimild.
 4. Vertu viss um að textinn eigi heima á wikiheimild.

Leita eftir skrám og sækja þær[breyta]

Bækur eru til á tölvutæku formi á Internet Archive, Google Books og hjá landsbókasafni. Skoðum muninn á þessum síðum:

Íslenskt OCR Hægt að sækja í heilu lagi?
Internet Archive
Google Books
Landsbókasafn Stundum

Skoðum nú hvað þarf að gera eftir því hvaðan skráin kemur

Internet Archive[breyta]

Leita[breyta]

 1. Farðu á Internet Archive
 2. Leitaðu eftir bókinni. Leitin hefur fellivallista þar sem þú velur "Texts". Smelltu á "Go"
 3. Ef réttar skrár eru til ættir þú að sjá þær í leitarniðurstöðum. Ef það eru nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.

Sækja[breyta]

 1. Fyrir neðan skoðun bókarinnar er box hægra megin sem heitir "Download options"
 2. Veldu skrá sem er merkt "pdf with text".

Landsbókasafn[breyta]

 1. Farðu á Landsbókasafn
 2. Leitaðu eftir bókinni og smelltu á leitarniðurstöðuna
 3. Fyrir neðan blaðsíður bókarinnar er box hægra megin sem heitir beinir tenglar
 4. Náðu í heila PDF skrá fyrir alla bókina
 5. Ef skráin er ekki ljóslesin (þ.e. ef þú getur ekki leitað eftir texta úr bókinni), farðu þá eftir fyrirmælunum á Hjálp:Ljóslestur.

Google Books[breyta]

 1. Farðu á Google books
 2. Leitaðu eftir bókinni
 3. Ef þú færð nokkrar niðurstöður veldu þá sem er í bestu gæðum.
 4. Settu músina yfir "Ebooks - free" og sæktu "PDF" útgáfu
 5. Farðu eftir fyrirmælunum á Hjálp:Ljóslestur.