Hjálp:Setja texta á stafrænt form

Úr Wikiheimild

Snið:Hjálparröð Þessi hjálparsíða leiðbeinir þér hvernig á að setja texta á stafrænt form, alveg frá skönnun yfir í að búa til texta. Hjálparsíðan tekur mið af því að þú hafir aðgang að bók og þú hafir athugað höfundarétt hennar til að athuga hvort það sé löglegt að skanna og hlaða inn verkinu á Wikiheimild. Ef þú hefur ekki gert það, vinsamlegast athugaðu þetta núna.

Skannar[breyta]

Hægt er að skanna bækur á marga vegu með mismunandi búnaði. Skönnun bóka getur verið erfið vegna bókbindingarinnar. Bækur hafa óreglulegt form og passar ekki í alla skanna. Sýna þarf aðgát við skönnun bóka svo þær skemmist ekki.

V-laga skannar[breyta]

V-laga skanni

Besta leiðin að skanna bók er að nota sérstakan skanna með V-laga vöggu. Hann styður við bókina í eðlilegri lestrarstöðu, heldur blaðsíðunum flötum án þess að skemma bókabindinguna. Þessi aðferð er mjög hraðvirk, því hún tekur mynd af heillri opnu í einu og hægt er að fletta síðum á hefðbundinn hátt.

Skanninn er byggður upp á þann hátt að bókinni er haldið í 90 gráðu horni, þar sem hvor hlið bókarinnar hallar um 45 gráður. Tvær myndavélar eru í skannanum og þær eru staðsettar í beinni línu við hvora síðu fyrir sig. Oft er hægt að færa aðra hlið vöggunar til að bækur með stærri kili geti komist í skannan og þá er sú myndavél sem er í beinni línu við þá hlið einnig stillt af. Gler er sett ofaná síðurnar til að halda þeim flötum á meðan skönnun stendur. Ljósið á að dreifast á síðurnar, því þrátt fyrir að mannsaugað geti aðlagað sig að mismunandi ljósi þá hefur það áhrif á ljóslestur.

Flatir skannar[breyta]

Skanni sem skannar að jaðri tækisins.

Flatir skannar eru ekki jafn góðir og V-laga skannar fyrir skönnun bóka en eru næst besti kosturinn. Nokkrar gerðir eru til af flötum skönnum og þessar vélar geta verið dýrar.

Mælt er með því að nota útgáfu sem skannar að jaðri tækisins. Bókin er þá lögð á skannann og önnur blaðsíðan er látin hanga meðfram hliðum skannans.

Aðrar útgáfur gefa frá sér myndir sem eru skakkar við kjöl bókarinnar. Þessi útkoma kemur ýmist vegna þess að síðurnar séu beigðar við kjöl bókarinnar eða að bókinni sé þrýst svo hún sé flöt. Báðar aðferðirnar geta einnig skaðað bókina og kjöl hennar.

Ljósritunarvélar[breyta]

Sumar ljósritunarvélar bjóða upp á þann möguleika að skanna myndir. Sömu takmarkanir eiga við þennan kost eins og með flata skanna.

Stafrænar myndavélar[breyta]

Þrífótur notaður til að taka mynd af bók

Það að taka mynd af blaðsíðum er fljótlegra en að nota flatan skanna. Auk þess getur myndavélin tekið myndir þar sem skanninn getur ekki komist að.

Til þess að ná bestu gæðum með stafrænni myndavél er nauðsynlegt að nota stand (til dæmis þrífót) til að staðsetja myndavélina beint fyrir ofan bókina. Einnig er ráðlegt að styðja sitt hvorum megin við bókina svo myndin skekkist ekki við kjöl bókarinnar, og að lokum að dreifingin sé jöfn. Á þann hátt er hægt að ná sömu gæðum eins og með flötum- eða V-laga skanna.

Skönnun og myndataka[breyta]

Núna þegar við erum búin að fara yfir vélbúnaðinn er hugbúnaðarhliðin næst.

Ef þú hefur valið að skanna bókina skiptir ekki höfuðmáli hvaða hugbúnað þú notar til þess. Best er að byrja á því að hreinsa glerplötuna í skannanum áður en þú byrjar, sérstaklega ef gæludýr eru á heimilinu. Settu svo bókina í skannann og sjáðu til þess að blaðsíðan liggi flöt við glerplötuna. Þú getur einnig sett tóma síðu á milli blaðsíðunnar sem skönnuð er og næstu síðu til þess að fyrirbyggja blæðingu á milli síðna.

Veldu alltaf forskoðun í hugbúnaðinum, nema sá möguleiki sé ekki til staðar. Notaðu forskoðunina til þess að rétta myndina af ef þess er þörf. Til þess að ná sem bestum gæðum, skannaðu í 300dpi upplausn og annaðhvort í lit eða gráskala. Ekki er mælt með því að nota svart-hvíta skönnun, þar sem blettir á skjalinu verða svartir sem gerir ljóslestrarforritinu erfitt fyrir að greina á milli þeirra og stafa blaðsíðunnar. Auk þess hafa litmyndir alltaf meiri upplýsingar um myndina en gráskala og svart-hvítar myndir.

Ef myndavélin er valin á einnig að velja háa upplausn til þess að ná sem bestu gæðum. 2408 sinnum 3508 pixlar er sambærileg 300dpi upplausninni fyrir skannann, miðað við A4 blaðsíðu. Þegar þú hefur lokið myndatökunni, færðu myndirnar á tölvuna.