Hjálp:Textar

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Markmið Wikiheimildar er að geyma texta á stafrænu formi eftir frumheimildum. Þegar nýr texti er settur inn þarf annaðhvort að slá hann inn handvirkt eftir frumheimild eða skanna síður frumheimildarinnar og nota hugbúnað til að ljóslesa síðurnar. Því næst þarf að lesa nýja textann yfir þannig að hann verði eins og textinn í frumheimildinni. Ekki á að gera neinar breytingar sem ekki eru í samræmi við frumheimildina. Því er ekki við því að búast að síður á Wikiheimild breytist mikið eftir að búið er að lesa þær vandlega yfir.

Ljóslestur[breyta]

Ljóslestur er tækni sem notuð er til að færa ritað mál af pappír yfir á stafrænt form. Við góðar aðstæður getur ljóslestur skilað 98 af hverjum 100 stöfum réttum en algengt er að árangurinn sé lakari, jafnvel að nær þriðjungur lesinna stafa sé rangur eða enn meir.

Gæði ljóslestrar fara eftir prentgæðum bókarinnar sem skönnuð er, gæðum skönnuðu myndarinnar, forritinu sem ljósles og þjálfunarskránni sem forritið notar. Hvert tungumál er með sína eigin þjálfunarskrá. Þegar kemur að forritum eru ABBY Finereader og Tesseract hugbúnaðarvélin þau einu sem styðja íslensku.

Fjöldi bóka er skannaður af Google og ýmsum stofnunum en skrárnar eru oft langt frá því að vera í ásættanlegum gæðum sem leiðir af sér lítinn árangur við ljóslestur. Mælt er með því að nota frekar skrár frá Landsbókasafni.

Ef þú ert með nýjan texta sem þú vilt hlaða inn, þá getur þú strax snúið þér að síðasta kafla þessarar kynningar. Mörgum finnst þó léttara að byrja á því að vinna með verk sem þegar hefur verið hlaðið inn. Með því fæst tækifæri til að læra á ferlið sem skjöl fara í gegnum áður en þú byrjar að vinna í þínu eigin skjali.

Finna skjal til að vinna að[breyta]

Það eru nokkrar leiðir til að finna skjal til að vinna að.

Finna hvað þarf að gera[breyta]

Yfirlit yfir ferlið sem texti fer í gegnum er í nafnrými sem kallast "Index" og flestir af möguleikunum hér að ofan leiða þig þangað. Ef þú valdir óprófarkalesinn texta, þá sérð þú eitthvað sem lítur svona út:

Guli liturinn fyrir neðan titilinn gefur til kynna að textinn sé ókláraður, en það mikilvæga er flipinn Frumrit eða flipi með ör sem vísar upp. Hann gefur til kynna að bókin hafi verið skönnuð. Ef þessi flipi er ekki til staðar, þá þarft þú að hafa undir höndum eintak af bókinni til að vinna með. Til þess að sjá yfirlitið smellirðu á flipann.

Þú sérð síðu sem inniheldur lista yfir síður sem gefur til kynna hvar í ferlinu hver síða er, eins og þessi mynd sýnir:

Þetta graf sýnir ferlið sem hver blaðsíða fer í gegnum:

Án texta
tóm síða Ekki villulesin Villulesin Staðfest
Vandræðasíða

Ef síða fer beinustu leið um ferlið þá er hún athuguð af tveimur notendum og telst hún þá staðfest. Nánari upplýsingar um það hvernig síða er yfirlesin má sjá í Hjálp:Yfirlestur.

Þegar búið er að vinna að kafla þá er hægt að setja hann á aðalsíðu bókarinnar með aðferð sem kallast ítenging. Í þessu felst að breyta síðum í kafla. Nánari upplýsingar má sjá í Hjálp:Ítenging.

Þegar allar síður hafa verið staðfestar má merkja frumritið sem tilbúið.

Leiðréttingar ferlið[breyta]

Byrjaðu á síðulistanum sem er sýndur hér fyrir ofan og smelltu á eina af þeim síðum sem þarf að vinna að. Í fyrsta skipti sem þú gerir þetta er best að velja síðu sem er merkt með gulu svo þú getur (vonandi) séð hvað reyndari notandi hefur gert. Smelltu á Breyta flipann efst og þú sérð wikimál textans. Ef þú þarft hjálp við þetta, líttu á hjálparsíðuna um breytingar.

Núna sérðu svæði til vinstri þar sem þú getur framkvæmt breytingar og til hægri sést skannaða myndin. Þú gætir þurft að umrita línur í málsgreinar með því að nota wikimálið og síðan lesa í gegnum alla síðuna og gera nauðsynlegar leiðréttingar. Fyrir neðan breytingagluggan er textinn "Staða síðu". Ef þú telur að núverandi stigi sé lokið, smelltu á það næsta og ýttu svo á "Vista".

Búa til nýjan texta[breyta]

Ferlið við að búa til nýjan texta er:

  1. Gakktu úr skugga um að verkið sé ekki nú þegar til á Wikiheimild
  2. Gakktu úr skugga um að verkið sé fallið úr höfundarétti (70 ár liðin frá andláti höfundar)
  3. Hladdu inn skrá á Wikimedia Commons
  4. Búðu til síðu í "Page" nafnrýminu. Ef skráin heitir "Alice in Wonderland.djvu", þá heitir síðan Page:Alice in Wonderland.djvu
  5. Búðu til Index síðu og fylltu út eyðublaðið. Leyfissnið má finna undir Flokkur:Leyfissnið.
  6. Byrjaðu að villulesa
  7. Eftir því sem kaflarnir eru villulesnir, tengdu í síðurnar í aðalnafnrýminu og flokkaðu þær.
  8. Búðu til tengil á síðu höfundarins, búðu þá síðu til ef með þarf.
  9. Þegar verkið er yfirlesið, merktu frumritið sem tilbúið.

Mundu að aðrir eru tilbúnir að hjálpa þér ef þú ert í vandræðum. Óskaðu eftir hjálp á Wikiheimild:Potturinn.