Hjálp:Villulestur

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Skönnun / Nýir textar Ljóslestur Villulestur Nýjar myndir Ítenging

Villulestur er ferli sem bókin fer í gegnum eftir að hún hefur verið ljóslesin. Í villulestri ertu að leiðrétta villur sem tölvan hefur gert í ljóslestrinum. Fyrsta skrefið er að bæta skránni við og síðan er farið beint í leiðréttingar.

Búa til síður[breyta]

Næsta skref er að búa til yfirlitssíðu á wikiheimild. Athugaðu hvað skráarheitið er og afritaðu það. Skráarheitið ætti að vera eitthvað á borð við "Alice in Wonderland.djvu", en það getur einnig endað á ".pdf". Límdu skráarheitið í fyrsta boxið hér fyrir neðan, smelltu á búa til frumrit og fylltu út eyðublaðið. Þessi frumritssíða er yfirlitssíða yfir alla bókina. Út frá frumritssíðu eru blaðsíður bókarinnar búnar til.

Síðulisti[breyta]

Í breytingarham frumritsins þarf aðalega að breyta í dálkinum hliðina á "síður". Hérna þarf að vera samsvörun á milli talna skönnuðu bókarinnar og blaðsíðna bókarinnar eins og hún var prentuð. Þessar upplýsingar eru innan "pagelist" taggi og ættu því að koma á milli "<pagelist" og "\>", hver færsla í sér línu. Merktu inn kápu, efnisyfirlit og forsíðu, með því að setja fram blaðsíðutalið, samasemmerki og síðan nafn síðunnar. Á þessum hluta bókarinnar, fyrir fyrstu síðu, merktu einnig tómar síður með tölu skönnuðu síðunnar samasem bandstrik (-). Finndu síðan fyrstu síðu bókarinnar og tilgreindu tölu skönnuðu síðunar samasem einn, í tölustöfum. Að lokum, finndu síðustu númeruðu síðu bókarinnar og merktu næstu síður. Þær geta verið tómar eða innihaldið eitthvað annað, merktu það eins og á við.

Vöfrun[breyta]

Frumritasíðann og blaðsíðurnar eru vinnusvæðið. Það er svæði þar sem unnið er að því að villulesa síðurnar. Frumritasíðan er yfirlit yfir allar blaðsíður bókarinnar og þar kemur fram litakóða ferlið sem síðan fer í gegnum.

Án texta
tóm síða Ekki villulesin Villulesin Staðfest
Vandræðasíða
Myndband um færslu blaðsíðutals í síðuhaus.

Smelltu á eina blaðsíðu undir titlinum "Síður". Eftirfarandi tákn birtast sem flipar til að vafra á milli blaðsíðna og yfir á frumritið.

síðan á undan
næsta síða
Frumrit síðunnar

Í sömu línu, aðeins lengra til hægri er flipinn "Breyta". Þá sérð þú breytingarstiku. Undir "prófarkarlestursverkfæri" eru eftirfarandi tól:

sýna/fela viðmót til að breyta haus og fót
þysja frá skönnuðu síðunni
þysja að skönnuðu síðunni
endursetja þysjun

Haus og fótur síðunnar er notaður fyrir hluti sem eiga ekki að sjást í lokaútgáfu bókarinnar. Ef nafn bókarinnar og/eða blaðsíðutal koma fram efst á síðunni þá eru þau sett í haus síðunnar. Neðst á sumum blaðsíðum koma tilvísanir. Ef þú sérð þær, afritaðu tilvísunina, færðu bendilinn þar sem vísað er í tilvísunina, smelltu á tilvísanir, límdu textann þar inn og ýttu á "Setja inn". Þá myndast tengill yfir í tilvísunina neðst á síðunni. Í lokaútgáfu bókarinnar kemur tilvísunin þá fram í lok kaflans.

Breytingar[breyta]

Villulesturinn snýst um að gera textann eins líkan frumritinu eins og kostur er. Í breytingarham skiptist glugginn í tvennt, hægra megin er skannaða myndin og vinstra megin er ljóslesin texti sem þú leiðréttir. Þetta er gert til að einfalda leiðréttingu textans. Við villulesturinn er einnig breytingarstika til að hjálpa þér við að breyta útliti textans. Þú getur þurft að nota sérstakan kóða til að fá textann eins, en þessi kóði kallast wikikóði sem ég fer yfir hérna á eftir.

Segjum sem svo að þú sért að vinna að síðu með fyrirsögn, málsgrein og loks kvæði sem er inndregið. Þú byrjar á því að velja fyrirsögnina og smellir á Ítarlegt. Þar sérðu vinstra megin fellivallista sem heitir fyrirsagnir sem er notuð fyrir kaflaskipti. Stækkun á texta hinsvegar er gerð með Stór.

Eftir málsgreinina þarft þú að nota tvö línubil svo bil komi á milli málsgreinarinnar og kvæðisins. Kvæðið sjálft er svo inndregið með : í byrjun línunnar. Eftir kvæðið notar þú nýrri línu til að fá nýja línu. Flóknari tilfelli með inndrátt er farið yfir á Wikiheimild:Uppsetning texta.

Klárum nú að fara yfir breytingarstikuna, með því að fara yfir "Sérstafir" og "Hjálp". Byrjum á Sérstafir. Hérna eru ýmiskonar tákn, flokkuð eftir því í hvaða ritkerfi þau eru. Með því að smella á táknið birtist það þar sem bendillinn er.

Þar sem við vorum búin að fara yfir prófarkarlestursfærin er einn flokkur eftir. Hann er Hjálp. Þar undir getur þú sérð hvernig wikikóðinn virkar.

Kaflaskipti[breyta]

Ef það eru kaflaskipti á miðri síðu, í stað þess að vera efst á síðunni þá þarf að bæta við ákveðnum kóða. Þú þarft að vita heiti kaflans sem endaði á miðri síðunni.

 • Byrja kafla: <section begin="nafn kafla" />
 • Enda kafla: <section end />

Blaðsíða endar á bandstriki[breyta]

Þar sem blaðsíða endar á bandstriki eru notaðir tveir slaufusvigar. Slaufusvigarnir gera okkur kleyft að nota kóða sem skilgreindur er á síðum sem byrja á orðinu "snið:". Í þessu tilviki notum við {{bandstrik|fyrri helmingur|seinni helmingur}}, þar sem fyrri helmingurinn er sá hluti orðsins sem birtist á þessari blaðsíðu, en seinni helmingur sá helmingur sem birtist á þeirri næstu. Á seinni blaðsíðunni setjum við síðan {{bandstrik2|fyrri helmingur|seinni helmingur}}.

Viðmiðanir[breyta]

Innifeldu[breyta]

 • Útlitsbreytingar, eins og feitletrun og skáletrun
 • Mismunandi texta stærðir
 • Sérstök leturfræði, eins og:
  • Lítir eða stórir upphafstafir
  • Hástafir. Ef hástafir eru í sömu stærð og venjulegur texti, notaðu Snið:Tl
  • Láréttar línur - fjögur bandstrik
  • Efnisskil (röð af stjörnum: * * * * * )

Ekki innifela[breyta]

 • Merkingar og viðbætur sem eru ekki hluti af upphaflegu bókinni, þar á meðal handskrifaður texti, merkingar bókasafnsins, blettir, vatnsmerki, o.s.frv.
 • Dálkar eru óþarfir. Textinn ætti a halda áfram frá síðasta dálki á síðunni
 • Ekki leiðrétta stafsetningu.

Valfrjáls[breyta]

 • Línubil
 • Síður sem eru ekki hluti af verkinu, eins og auglýsingar þarf ekki að prófarkalesa eða innifela í aðalútgáfu. Villulesarinn ræður því hvort hann vilji innifela þessar síður.
 • Sérhæfð leturfræði. Það að búa til síðu sem lítur út eins og bókin er gott. Hinsvegar er textinn sjálfur mikilvægari. Sum leturfræði er erfitt að búa til og önnur geta valdið vandamálum með síðuna.

Algengar ljóslestursvillur[breyta]

Þessi tafla inniheldur algengar ljóslestursvillur.[1]

Til dæmis
OCR villa Leiðrétting
i, f í
þvi, þvf því
tii til

Vistun[breyta]

Neðan við breytingarsvæðið sérð þú eftirfarandi útlit.

Hérna er sami litaskalinn og er settur fram myndrænt i kaflanum vöfrun. Þú notar þann lit sem passar. Förum yfir þessi atriði aðeins nánar. Fyrstu þrjú atriðin er sá ferill sem blaðsíðan fer venjulega í gegnum.

 • Ekki villulesin Sjálfgefið
 • Villulesin. Merkir að hún er villulesin af einum notanda.
 • Staðfest. Merkir að hún er villulesin af tveimur notendum. Þessi takki er ekki sýnilegur nema blaðsíðan hafi verið merkt sem villulesin fyrst.

Að auki,

 • Án texta. Fyrir síður sem eru tómar eða þurfa ekki villulestur.
 • Vandræðasíða. Síður sem þarfnast umræðu á milli notenda. Notaðu þennan möguleika ef þú getur ekki villulesið síðunna.


Neðanmálsgreinar[breyta]

 1. Jón Friðrik Daðason (2012) Post-Correction of Icelandic OCR Text (bls. 69)