Jómsvíkinga saga/15. kafli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Jómsvíkinga saga höfundur óþekktur
Byggt á útgáfu Ólafs Halldórssonar frá 1969

15. kafli - Frá Sveini konungi og Áka[breyta]

Nú er að segja frá Sveini konungi, að hann lætur sér verða á alla vega sem bezt til Áka, sonar Pálnatóka, svo sem þeirra vinátta hefði jafnan góð verið. Og þó að þar hefði á orðið nokkur drúpur með þeim, þá lét konungurinn Áka ekki þess gjalda, og virðir hann mikils þeirra fóstbræðralag.

Og er Áki á Fjóni og ræður þar fyrir sem faðir hans hafði hann til settan og fyrr var sagt.